Skilmálar

Útbúnaðarleigan fylgir eftirfarandi skilmálum. Vinsamlegast kynnið ykkur skilmálana áður en gengið er frá leigu. Athugið að í skilmálanum er átt við Fjallakofan þegar talað er um "við" eða "okkur" og leigutaka þegar talað er um "þig" eða "ykkur".

 

Upphafsdagur leigu er dagurinn sem þú færð leigubúnaðinn í hendurnar, óháð því hvort að hann verði notaður þá eður ei. Lokadagur leigu er sá dagur sem áætlað er að skila búnaðinum aftur. Hægt er að skila búnaði á hefðbundnum afgreiðslutíma að Laugavegi 11 eða Kringlunni 7, allt samkvæmt því sem valið var í upphafi leigu. Hver dagur sem fer umfram umsamin leigutíma verður gjaldfærður af kredidkorti viðkomandi samkvæmt verðskrá. Vinsamegast tryggið að allur leigubúnaður skili sér til baka.

 

Trygging. Til að verja okkur gegn tjóni eða mögulegum þjófnaði þá krefjumst við kredikortatryggingar. Tryggingin mun ekki verða gjaldfærð af korti viðkomandi, en  heimildarupphæð verður frátekin á korti viðkomandi sem nemur tryggingargjaldinu. Þessi upphæð verður losuð af kortinu um leið og útleigðri vöru er skilað, svo framarlega að allt sé í lagi. Við gerurm ráð fyrir eðlilegu sliti á búnaði á meðan leigu stendur.

Leigutaki ber fulla ábyrgð á búnaðinum á meðan útleigu stendur. Ef leigubúnaðinum er ekki skilað innan 7 daga frá áætluðum skilatíma verður trygingargjaldið gjaldfært á kort leigutaka að fullu.

 

Skemmdir. Í leiguverðinu er gert ráð fyrir eðlilegu sliti á búnaðinum. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir verulegum skemmdum á búnaði, eins og t.d. stórar rifur á tjöldum, brotnar súlur, óeðlilega subbulegur frágangur, týndur búnaður eða aðrar verulegar skemmdir. Ef slík tilefni koma upp, þá gefum við okkur heimild til að gjaldfæra kort viðkomandi vegna viðgerðar eða endurnýjunar á viðkomandi hlut.

Vinsamlegast athugið að útleigður búnaður miðast við eðlilegar veðuraðstæður sem hæfa búnaðinum. Sumartjald sem t.d. er notað í jöklaferðum, þar sem viðbúið er að mikill vindur, frost og snjór sé, telst ekki eðlileg notkun fyrir sumartjald. Vinsamlegast veljið ykkur útbúnað við hæfi, íslensk veðráttan er breytileg og viðsjárverð.  Kynnið ykkur vel veðurspá þegar farið er til fjalla og gerið viðeigandi ráðstafanir.

Þú meðtekur að í allri fjallamennsku geta leynst áhættur, að sama skapi getur óvarleg meðhöndlun gasbúnaðar eða elds valdið skaða eða tjóni. Öll notkun leigubúnaðar okkar er allfarið á ábyrgð leigutaka. Við berum ekki ábyrgð á neinum skaða sem þið gætuð mögulega orðið fyrir við meðhöndlun eða notkun búnaðar frá okkur. Öllum slíkum kröfum verður hafnað.

 

Við áskiljum okkur rétt til að hætta við pantanir án fyrirvara, komi upp óviðráðanlegar ástæður fyrir því. Engar bætur verða greiddar, en leigugjald verður að sjálfsögði 100% endurgreidd komi slíkar aðstæður upp.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

 

Lög og varnarþing.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

 

Verð eru með vsk.

 

Leiguvefurinn rental.fjallakofinn.is er rekin af:

Fjallakofinn ehf.

Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Kennitala: 500311-1420
VSK-númer: 107538